Við leitum að kraftmiklum, skipulögðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á sölumennsku og verslunarstörfum, til að gegna starfi verslunarstjóra.
Um er að ræða fullt starf í skemmtilegu og lifandi starfsumhverfi með frábærum starfsmönnum sem leggja metnað sinn í að veita góða þjónustu og skapa góða upplifun. Samviskusemi, stundvísi og snyrtimennska.
Helstu verkefni og ábyrgð
Stjórnun og eftirlit með daglegum rekstri
Ábyrgð á sölu og þjónustu
Umsjón með markaðsmálum og starfsmannahaldi.
Sjá um vöruframboð og uppstillingu í verslun
Menntunar- og hæfniskröfur:
Reynsla úr verslun og eða verslunarstjórn er kostur.
Reynsla af DK bókhaldi er góður kostur.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Rík þjónustulund
Íslenskukunnátta skilyrði.
Lágmarksaldur 25 ára.
Bílbróf skilyrði.
Fríðindi í starfi:
Ýmis fríðindi í boði
Nánari upplýsingar veitir Magnús Magnússon verslunarstjóri sími 847-4582 og Pálína Pálsdóttir fjármálastjóri, sími 467-1252.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið pp@srv.is fyrir 20. des. 2024.